Fine Art-Ljósmyndun
Eftirmyndun á listaverkum
Ljósmyndun-litaleiðrétting
PalmPrent er í samstarfi við Kára Ísleif ljósmyndara en um árabil hefur hann sérhæft sig í eftirmyndum á málverkum.
Við eftirmyndun olíumálverka er notuð 50 megapixla myndavél með macro linsu, sérstök litaspjöld eru svo notuð til að litaleiðrétta ljósmyndirnar af verkinu.
Myndvinnsla og uppsetning er töluverð við svona framkvæmd en oft þarf að taka margar myndir af sama verkinu, þær eru svo settar saman svo þær sýni eina, litaleiðrétta mynd.
PalmPrent er einnig í samstarfi við Simma Brink en þeir Kári hafa um árabil séð alfarið um allar eftirprentanir hjá Tolla, Bubba, Jóni Sæmundi og fleiri listamönnum.
FineArt prentun skiptir sköpum þegar koma á eftirpenti af málverki vel til skila.
Ljósmyndunin gegnir þar lykilhlutverki og er gríðarlega mikilvægt að ná fram áferð burstans og ef ekki hreyfingum handa þess listamanns sem um ræðir. Að geta svo framkallað rétta liti í prenti skapar einstaka vöru sem við getum öll verið stolt af.
Verð pr eitt verk er 50 þús m/vsk, hver mynd eftir það er 5000 kr m/vsk.
Hagkvæmast er því að biðja um að láta mynda fleiri en eina mynd.
Þú velur svo hvort fara eigi með myndina í FineArt prentun eða almenna Bleksprautu